Episodes

Tuesday May 14, 2024
Skjáhætta í umferð
Tuesday May 14, 2024
Tuesday May 14, 2024
Skert athygli við akstur vegna farsímanotkunar er einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa á heimsvísu. Óheimilt er skv. lögum að nota farsíma og önnur snjalltæki án handfrjáls búnaðar en samt á fólk erfitt með að láta tækin eiga sig í umferðinni. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Thursday Nov 16, 2023
Fjölsmiðjan: Tækifæri til framtíðar
Thursday Nov 16, 2023
Thursday Nov 16, 2023
Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á félagslegum úrræðum fyrir ungmenni. Þar getur ungt fólk á aldrinum 16-24 ára fengið verkþjálfun og fræðslu ásamt því að vinna að framleiðslu ýmiss konar. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Sturlaug Sturlaugsson, forstöðumann Fjölsmiðjunnar.

Wednesday May 03, 2023
Eldvarnir í dagsins önn
Wednesday May 03, 2023
Wednesday May 03, 2023
Eldvarnir geta skilið milli lífs og dauða. Eldsvoðar gera sjaldnast boð á undan sér en með traustum eldvörnum má koma í veg fyrir alvarleg tjón. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Bjarna Ingimarsson, starfandi formann Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Thursday Feb 16, 2023
Öryggi í hestamennsku
Thursday Feb 16, 2023
Thursday Feb 16, 2023
Hestamennska er vinsæl íþrótt og tómstundaiðja á Íslandi auk þess að vera marglaga atvinnugrein. En að mörgu er að huga þegar kemur að öryggi knapa og forvörnum í hestamennsku. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Tinnu Dögg Kjartansdóttur, hestakonu og eiganda netverslunarinnar Brokk.is sem selur hágæða öryggisvesti með innbyggðum loftpúðum.

Monday Oct 03, 2022
Spjallið: Bylting í öryggismálum á sjó
Monday Oct 03, 2022
Monday Oct 03, 2022
Sjóbjörgun er stór þáttur í starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og nýtt björgunarskip er nú komið til Vestmannaeyja. Skipið mun stórefla öryggi sjófarenda auk þess að auka öryggi afskekktari byggða. Til stendur að endurnýja öll 13 björgunarskip Landsbjargar. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Landsbjörg, spjallar við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna, um eitt stærsta fjárfestingaverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar til þessa.

Tuesday May 24, 2022
Viðskiptavinurinn í forgang
Tuesday May 24, 2022
Tuesday May 24, 2022
Stjórn fyrirtækis þarf að móta skýra stefnu til að ná skilgreindum markmiðum og hana þarf að endurmeta reglulega. Samtakamáttur er lykilatriði og finna þarf jafnvægi í rekstri og ánægju viðskiptavina. Svali Hrannar Björgvinsson, framkvæmdastjóri markaðsmála- og viðskiptaþróunar hjá Sjóvá, spjallar við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna, um stjórnun og stefnumótun.

Thursday Mar 10, 2022
Spjallið: Aksturshegðun Íslendinga
Thursday Mar 10, 2022
Thursday Mar 10, 2022
Umferðin er samvinnuverkefni sem krefst þess að allir leggi sitt af mörkum til að hún gangi að óskum. Umferðaröryggi er málefni sem krefst stöðugrar athygli og endurmats enda er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir samfélagið. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, ræðir aksturshegðun Íslendinga við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna.

Wednesday Dec 08, 2021
Spjallið: Hvernig á að tryggja fyrirtæki?
Wednesday Dec 08, 2021
Wednesday Dec 08, 2021
Öll fyrirtæki þurfa að tryggja sig fyrir ófyrirséðum atburðum og hafa ríkar skyldur gagnvart starfsfólki. Stofnun fyrirtækis fylgir nokkur áhætta og alltaf ábyrgð. Auk samningsbundinna skyldutrygginga standa til boða ýmsar frjálsar tryggingar sem atvinnurekandi ákveður sjálfur að taka. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Dagnýju Ýr Kristjánsdóttur, viðskiptastjóra hjá fyrirtækjaráðgjöf Sjóvár, um hvernig best er að tryggja fyrirtæki.

Wednesday Nov 24, 2021
Stikla úr Spjalli: Af hverju er dýrt að tryggja bíla á Íslandi?
Wednesday Nov 24, 2021
Wednesday Nov 24, 2021
Stikla úr Sjóvá spjalli við Guðmund Sigurðsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem rætt er um kostnað ökutækjatrygginga.

Tuesday Nov 09, 2021
Spjallið: Af hverju er dýrt að tryggja bíla á Íslandi?
Tuesday Nov 09, 2021
Tuesday Nov 09, 2021
Verð ökutækjatrygginga er reglulega til umræðu enda um stóran útgjaldalið heimilanna að ræða. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, ræðir við Guðmund Sigurðsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, um ökutækjatryggingar og verðlag þeirra á Íslandi.