Episodes

Tuesday Sep 21, 2021
Spjallið: Þjónusta um land allt
Tuesday Sep 21, 2021
Tuesday Sep 21, 2021
Sjóvá leggur áherslu á að veita góða þjónustu um land allt og hefur á að skipa 22 útibúum og þjónustuskrifstofum víðs vegar um landið. En hvers vegna er mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Sjóvá að þjónusta fólk í heimabyggð? Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Arnar Jón Óskarsson, útibússtjóra á Egilsstöðum um tryggingar, landið og miðin.

Tuesday Sep 14, 2021
Spjallið: Umferðaröryggi og ökutækjatryggingar
Tuesday Sep 14, 2021
Tuesday Sep 14, 2021
Mikilvægt er að fækka slysum í umferðinni og að vera vel tryggð ef eitthvað kemur upp á. Hvernig undirbúum við nýja ökumenn fyrir umferðina? Hverjar eru helstu áskoranirnar þegar kemur að umferðaröryggi? Hver er munurinn á lögboðinni ökutækjatryggingu og kaskótryggingu? Þetta og margt fleira hér í spjalli Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna, við Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðing í ökutækjatjónum og ökukennara.

Wednesday Sep 01, 2021
Spjallið: Kvennahlaupið
Wednesday Sep 01, 2021
Wednesday Sep 01, 2021
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er árviss viðburður hjá mörgum konum og fjölskyldum þeirra. Hlaupið hefur verið haldið í yfir þrjá áratugi en áherslan í dag er ekki hvað síst á samstöðu kvenna og að hver og ein njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum. Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs Íþrótta og ólympíusambands Íslands, spjallar um Kvennahlaupið við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna.

Monday Jul 26, 2021
Spjallið: Talað um tryggingar
Monday Jul 26, 2021
Monday Jul 26, 2021
Hvað hugsar þú um þegar minnst er á tryggingar? Tryggingar endurspegla lífið sjálft og er ætlað að grípa fólk á ögurstundu. Oft er reynt er að kjarna þessa hugsun með einföldum skilaboðum og þá er mikilvægt er að tala skýrt og af ábyrgð. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar við Daníel Ólafsson, sérfræðing í markaðsdeild Sjóvá, um hvernig ræða má tryggingar á mannamáli auk þess að fá innsýn í fjölbreyttan heim markaðsfræðanna.

Thursday Jul 08, 2021
Spjallið: Öryggi rafbíla
Thursday Jul 08, 2021
Thursday Jul 08, 2021
Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósi að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, spjallar um rafbíla við Hjalta Þór Guðmundsson, forstöðumann ökutækjatjóna.

Thursday Jul 01, 2021
Spjallið: Félag í þágu þjóðar
Thursday Jul 01, 2021
Thursday Jul 01, 2021
Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Við treystum á björgunarsveitirnar og slysavarnadeildirnar þegar á reynir og Sjóvá er stoltur aðalstyrktaraðili Landsbjargar. En hvernig varð þetta öryggisnet til og hvernig er því viðhaldið? Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, ræðir við Jónas Guðmundsson, verkefnastjóra slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Wednesday Jun 16, 2021
Spjallið: Hvað áttu?
Wednesday Jun 16, 2021
Wednesday Jun 16, 2021
Við erum alla ævi að sanka að okkur ýmsum hlutum. Innbúið breytist og þróast og áður en við vitum af eigum við býsna mikið af verðmætum. Því er vert að velta fyrir sér hvað við í raun eigum og hvers virði það er. Jónína Jónsdóttir, sölu- og þjónusturáðgjafi hjá Sjóvá, spjallar um innbústryggingar við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna.

Wednesday Jun 09, 2021
Spjallið: Líf- og sjúkdómatryggingar
Wednesday Jun 09, 2021
Wednesday Jun 09, 2021
Lífið er ferðalag og stundum tekur það óvænta stefnu. Veikindi og slys gera sjaldnast boð á undan sér og þá er mikilvægt að vera búin að tryggja sig fyrir mögulegum áföllum. Ágústa Kristín Andersen, sérfræðingur í persónutryggingum, spjallar við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna, um líf- og sjúkdómatryggingar.

Monday May 31, 2021
Spjallið: Umhverfið í okkar höndum
Monday May 31, 2021
Monday May 31, 2021
Umhverfismál eru mörgum ofarlega í huga þessi misserin og fyrirtæki gegna þar stóru hlutverki. Mikilvægt er að þau setji sér umhverfisstefnu og ekki síður að þau fylgi henni eftir. Pálín Dögg Helgadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Sjóvár, spjallaði við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna um hvernig Sjóvá hefur unnið að sinni umhverfisstefnu og af hverju mikilvægt er að fyrirtæki stígi þetta skref.

Wednesday May 19, 2021
Spjallið: Slysavarnir barna
Wednesday May 19, 2021
Wednesday May 19, 2021
Flest slys á börnum verða í heimahúsum og því er mikilvægt að huga að forvörnum á heimilinu. Í þessum þætti spjallar Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, við Herdísi Storgaard, hjúkrunarfræðing og forstöðukonu Miðstöðvar slysavarna barna.